top of page

​ÓSKABÖRN ÓGÆFUNNAR

 

Óskabörn ógæfunnar er leikfélag sem hóf göngu sína um jólin 2012. Nokkrir ungir og atvinnulausir leikarar tóku sig saman og ákváðu að búa til sitt eigið leikhús, sýningar sem þá langaði að leika í og leikstýra, sýningar sem þá langaði að sjá.

 

Fyrsta verkefnið var and-jólasýningin Nóttin var sú ágæt ein, eftir leikverki Anthony Neilson, The Night Before Christmas., sem sýnd var í Tjarnarbíói þá um jólin.

 

Næst tók við meistarastykki Guðmundar Steinssonar, Lúkas, sem sýnt var í iðnaðarhúsnæði útá Granda fljótlega eftir áramótin 2013.

 

Nóttin var sú ágæt ein var tekin upp að nýju næstu jól og á sama tíma hófust æfingar á Bláskjá, eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu, sló í gegn og hlaut tilnefningar til Grímunnar bæði fyrir leikstjórn og handrit, auk þess sem Tyrfingur hlaut verðlaunin Sproti ársins 2014.

Fjórða verkefni Óskabarnanna var svo Illska sem byggt var á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Eirík Örn Norðdahl. Sýningin vakti mikla athygli og var endurlífguð í tvígang á litla sviði Borgarleikhússins. 
Illska hlaut sex tilnefningar til Grímunnar, Besta sýning, leikrit, leikstjórn, leikari, aukaleikari og sviðshreyfingar.

 

Næsta verkefni Óskabarna ógæfunnar verður Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl.

 

bottom of page