top of page
Ljósmyndir: Íris Dögg Einarsdóttir

LÚKAS

eftir Guðmund Steinsson

 

Frumsýnt 9. febrúar. 2013 á Eyjaslóð 9 úti á Granda.

 

Lúkas var fyrst sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 1975 og vakti mikla athygli en hefur legið ósnert síðan þá hérlendis. Hinsvegar hefur verkið verið sett upp í Englandi, Þýskalandi og víðar og eftir því hefur verið gerð eistnesk kvikmynd.

 

Verkið fjallar í stuttu máli um hjónin Ágúst og Sólveigu. Þau lifa frekar fábrotnu lífi, nema þegar Lúkas kemur í heimsókn, þá er öllu tjaldað til…

 

Verkið fjallar um vald og valdbeitingu, um meðvirkni, huggun, ást og sjálfstæði. Það fjallar um hversu mikið við reiðum okkur á annað fólk og hvernig félagslega samlífið, sem getur verið svo nærandi og nauðsynlegt fyrir fólk, getur breyst í baneitrað sníkjulíf.

 

Guðmundur Steinsson er eitt af merkustu leikskáldum íslandssögunnar en verk hans hafa sorglega sjaldan ratað á íslenskt leiksvið í seinni tíð.  Meðal hans þekktustu verka má nefna Sólarferð og Stundarfrið.  Guðmundur lést árið 1996.

 

Sýningin vakti mikla athygli ekki síst vegna þess að hún var sett upp algjörlega á kostnað Óskabarnanna. Sýningarrýmið var ónotuð geymsla úti á Granda sem tekin var algjörlega í gegn og gerð að sýningarsal.  Leikmyndin var fundin í ruslagámi fyrir utan Þjóðleikhúsið og öllum kostnaði haldið í algjörum lámarki.  Þarna sannaðist enn einu sinni að ef að allir leggjast á eitt er hægt að gera allt úr engu.

 

Hér er hægt að skoða umbreytinguna.

 

 

Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson 

Leikarar: Víkingur Kristjánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson.

 

bottom of page