Please reload

Recent Posts

Viðtal við Kópavogsfréttir

August 26, 2014

1/2
Please reload

Featured Posts

Teitur Atlason kallar Bláskjá Menningarlegt stórtíðindi.

August 26, 2014

Það er gaman þegar hversdagurinn tekur á rás og skilur mann eftir í ókunnum sporum.  Þannig gerðist fyrir mig um daginn þegar Viðar Eggertsson leikhúsmaður og umsjónarmaður Listaukans á Rás eitt sló á þráðinn til mín í síðustu viku.  Hann spurði hvort ég væri til í að fara á leikrit og segja mér síðan hvað mér fannst um það.  Ég var heldur betur til í tuskið og var sendur út af örkinni ásamt Láru Hönnu Einarsdóttur að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. 

 

Bláskjár er leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson.  Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og leikhópsins Óskabörn ógæfunnar. Leikstjórinn heitir Vignir Rafn Valþórsson

 

Bláskjár magnað leikrit sem fléttar saman kabarett-þema við hryllingssögu í húsi, einhversstaðar í Kópavogi. Sagan segir frá þremur systkinum sem standa skyndilega í þeim sporum að faðir þeirra deyr og leikritið á sér stað í tímarúminu skömmu eftir andlát hans.  Systkinin eru að velta fyrir sér jarðarförinni.  Þau kvíða mjög útförinni en láta hugann reika um erfidrykkju og eitthvað svoleiðis.  Smám saman kemur í ljós að tvö elstu systkinin eru einhvernvegin búin að múra sig inn í kjallara hússins, fara lítið út og heimur þeirra snýst um einhver sértilboð á skyndibitastöðum og gláp á eitthvað rusl í sjónvarpinu.  Yngsti bróðir þeirra vill lítið af þeim vita og hefur við þau lítið samband enda býr hann á efri hæðinni þar sem þar sem pabbinn bjó meðan hann var á lífi.  Þau eru föst í einhverju helvíti endurtekningarinnar og hafa vaxið inn í sig. Ofið sér hjúp eða hvað á að kalla það.

 

Smám saman kemur í ljós að pabbinn var ofbeldishrotti sem nauðgaði systkinunum í kjallaranum en hlífði yngsta syninum á efri hæðinni - að því er talið er.  Hrottinn er núna dauður og systkinin eru að spekúlera að flytja upp á efri hæðina en þora ekki.  Þau þekkja ekkert annað en kúgun og ofbeldi og það þarf ekkert gríðarlegt innsæi að skilja þau.  Frelsið býr ekkert í brjósti hins barða.  Það hefur aldrei skotið rótum þar.  Fólk er sennilega fyrst og fremst ringlað eftir að ofbeldisoki lýkur.  Um þetta fjallar leikritið að hluta. 

Frábær pæling sem erfitt er að koma í orð og skoða með bókstöfum en skilar sér glæsilega á leiksviði.

 

Það rennur upp fyrir manni eftir því sem líður á sýninguna að hér er verið að segja sögu sem við þekkjum öll. Það er verið að segja söguna af þjóð undir oki valdníðslu, hótanna, meðvirkni og spillingar.  Það er verið að segja sögu af því þegar viðbjóðslegt valdakerfi drapst í hruninu og hvernig við díluðum við dauða þess.  Við erum systkinin sem þorum ekki upp úr kjallaranum. Við erum systkinin sem þorum ekki að jarða valdkerfið sem skóp okkur. 

Við erum til umfjöllunar. Við erum efniviðurinn.

 

Þegar valdatóm efnahagshrunsins veruleikaðist fyrir framan okkur fluttum við okkur ekki upp. Við þorðum ekki einu sinni út.  Fulltrúar valdsins (yngsti sonurinn) jafnaði sig fljótlega.  Og „byggði gyllta styttu af pabbanum  - fyrir alla að sjá um alla framtíð".  Við sátum eftir. Rugluð.  Ringuð og jafn huglaus og áður.  Og rétt eins og systkinin í Bláskjá, þá jörðuðum við aldrei hrunið. Við héldum enga ræðu. Heldum enga erfidrykku og skrifðum enga einustu minningargrein.  

Í leikritinu gerist það um miðbik verksins að inn á kjallaragólfið birtist allt í einu endurvinnslu-ruslatunna öllum að óvörum. Systkinin vita ekkert hvað þau eiga að gera við tunnuna og skilja ekkert í því hvað þau eiga að gera við hana.   Þau skilja ekki táknið sem kom af himnum ofan.  

Eftir hrunið föttuðum við heldur ekki hvað við áttum að gera við tunnuna sem birtist okkur nánast ljóslifandi.  Við settum ekkert ofna í hana. Við endurreistum ónýtt og spillt bankakerfi. Við viðhéldum fáránlegri misskiptingu auðlinda þjóðarinnar. Við hentum engu.  Við börðum bara í tunnuna okkar eins og apar í búri.   Við hentum ekki stjórnarskránni og bjuggum til nýja.  Viðnámið var of þétt.   Í besta falli lögðum við ósiðina til hliðar en núna eru þeir bara komir aftur.  Þeir eru komir aftur með innan úr gömlu valdaklíkunum sem eru graðar, ofsareiðar og með granítharða standpínu.

 

Og við erum litlu  svínin  þeirra.

 

 Gamla kerfið er komið aftur.  Það er byrja að leka upplýsingum um borgarana í fattlausa fjölmiðla. Það er byrjað að eyðileggja vísinn af því sem kalla mátti „sjálfstæðan seðlabanka". Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að fella niður auðlindaskatt og skatt á ríkt fólk.  Mogginn fitnar á fjósbitanum viðskiptaráð er byrjað að skipa Alþingi fyrir. Það er búið að múra landið inní í stillimynd þjóðrembunnar, rammfesta í sessi viðbjóð verðbólgunnar og sýndarviðskiptafólk fer með himinskautum og mærir eigið ágæti með gapandi stjórnmálamenn sem viðhlæjendur.  Verkalýðshreyfingin er ónýt. Hún er orðin hluti af lífeyrissjóðakerfinu.  Peningakerfið okkar er ónýtt.  Rígbundið innán í gjaldeyrishöft. Næstu ár munu snúast um hverjir fá "leiðréttingu".  Þetta er hópurinn sem á að standa undir viðhaldi valdakerfisins.  Þetta er hópurinn sem fékk "leiðréttingu" hann mun pottþétt kjósa "rétt". - Aftur.  Seðlakerfið okkar er í raun skömmtunarseðlakerfi.   Þegar kemur að því að fólk þarf að standa í biðröð eftir sementspoka eða pallaefni, verður þessi altaristafla kúgunarinnar fullkomnuð og þá mun óma neðan úr kirkjugólfinu. 

::Sértu velkominn heim. Yfir hafið og heim - þá er hlegið um störfin um borð::

Og fortíðin breytist í framtíð.

.......Um þetta fjallar Bláskár.

 

Leikararnir fara á kostum.  Það er ekki oft sem ég beygi af þegar einhver leikur eitthvað, en Arndís Hrönn Egilsdóttir náði að slá einhvera strengi í brjósti mínu sem settu allt úr samhengi.  Ég átti erfitt með mig. Hún er besta leikkona Íslands um þessar mundir.  Hjörtur Jóhann Jónsson var frábær sem bróðirinn í kjallaranum og Armundur Ernst. B Björnsson sömuleiðis. 

Bláskjár er farsi.  Bláskjár er kabarett-farsi.  Það er mjög flott hvernig leikritið er skotið í sundur með einræðum í míkrafón.  Í segulbandi má svo heyra kunnug stef úr íslenskri ömurðarpólitík.  

 

 

Bláskjár er farsi.  Ísland er líka farsi og það er spurning um hvor sé óhuggulegri eða súrari.

Ég hvet alla til að sjá Bláskjá.  Leikritið er ekkert minna en menningarleg stórtíðindi.

Please reload

Follow Us
Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now